Styðjandi uppeldi
Tilfinningaspjaldið - Lausnaleit með 24 myndum
Tilfinningaspjaldið - Lausnaleit með 24 myndum
Reiðilausnaspjaldið hefur það markmið að æfa börn í að takast á við reiðinan sína með því að finna lausnir. Finna eitthvað sem lætur þeim líða betur og komast út úr reiðinni. Það er að sjálfsögðu í lagi að verða reiður en það er óþægilegt að vera reiður til lengdar og sum börn eiga mjög erfitt með að takast á við reiðina og nota óæskilegar aðferðir svo sem að meiða, særa og þess háttar. Með spjaldinu kennum við þeim að velja æskileg bjargráð sem mun nýtast þeim áfram fram á fullorðinsár. Góðar leiðbeiningar um notkun fylgja spjaldinu.
Kemur útprentað og plastað en óklippt. Þú klippir sjálf(ur/t).
Best er að eiga hvítt kennaratyggjó til að festa myndir/verkefni á réttan stað eða franskan rennilás.
Öll kerfin okkar eru úr gæða 200gr pappír og þykku plasti fyrir góða endingu.
Hægt er að sækja eða fá sent.