Um okkur

Birna er hegðunarráðgjafi og atferlisfræðingur. Hún lauk B.S.c prófi í sálfræði frá HÍ árið 2012 og M.S.c. prófi í sálfræði (hagnýt atferlisgreining) árið 2018. Hún hefur frá útskrift 2018 unnið við hegðunarráðgjöf til grunnskóla hjá Reykjavíkurborg. Birna er vorið 2024 að ljúka 1. ári (af tveimur) í cand.psych námi til starfsréttinda sálfræðings og mun útskrifast sem sálfræðingur vorið 2025. 

Birna hefur áður unnið bæði sem sérkennslustjóri og atferlisþjálfi auk þess sem hún hefur komið að íþróttaþjálfun barna bæði í fótbolta og á skíðum og stundakennslu við Háskóla Íslands innan sálfræðideildar (foreldraþjálfun). Birna hefur auk þess sótt sér hin ýmsu námskeið og fræðslu til endurmenntunar samhliða vinnu sem hafa nýst vel í vinnu með börnum bæði varðandi félagsfærniþjálfun og tilfinningavinnu ásamt gagnlegum áherslum og aðferðum fyrir börn með tengslavanda. Hún hefur einnig sótt námskeið hjá Dr. Ross Green þar sem áherslan er á að vinna með samtalstækni og lausnaleit með börnum með hegðunar- og tilfinningavanda auk þess sem hún hefur sótt fagmenntunarnámskeið í kvíða barna og unglinga hjá Endurmenntun. 

Samhliða hegðunaráðgjöf hefur Birna verið að leggja áherslu á vinnu með börnum með tilfinningavanda og félagsfærniþjálfun auk þess sem hún hefur verið að halda fyrirlestra um hegðun barna, áskoranir og úrræði. 

Netfang: birna@stydjandiuppeldi.com

 

 

Dóra Björk er hegðunarráðgjafi og sálgætir. Hún lauk B.S.c. profi í sálfræði árið 2016 frá Háskóla Íslands með áherslu á uppeldis- og menntunarfræði. Hún lauk diplomanámi í sálgæslu árið 2023 og er auk þess viðurkenndur leiðbeinandi Circle of Security (COSP). Dóra hefur einnig sótt fjölda námskeiða sem viðkemur þroska, hegðun og tengslavanda barna. Dóra starfar sem hegðunarráðgjafi fyrir leikskóla fyrir Reykjavíkurborg og hefur starfað þar síðastliðin fjögur ár. Í starfi sínu vinnur hún með hegðunarvanda barna, tilfinningavanda, tengslavanda, félagsfærni og aðferðir sem gagnast börnum með ADHD. Hún hefur einnig unnið bæði sem sérkennslustjóri og atferlisþjálfi. Dóra hefur verið að halda fyrirlestra og fræðslu fyrir bæði leikskóla og foreldra um ADHD og tengslavanda barna, einkenni og úrræði. Hún er einnig að gefa út Félagsfærnispilið sem ætlað er að æfa félagsfærni og styrkja tengsl. Spilið er fáanlegt hér á síðunni.

Netfang: dora@stydjandiuppeldi.com

 

Fyrirlestrar fyrir foreldra og skóla/stofnanir

Við bjóðum upp á fyrirlestra sem tengjast hegðunar- og tilfinningavanda barna. 

Eins og er erum við að bjóða upp á eftirfarandi fyrirlestra:

Adhd og börnin okkar: fræðslufyrirlestur

Farið er yfir helstu einkenni og birtingarmyndir ADHD, bæði þær sem teljast hefðbundnar en einnig þær sem er óþekktari. Við förum yfir hegðunar- og tilfinningavanda í þessum barnahópi og skoðum hvað er hægt að gera til þess að koma betur til móts við þennan hóp. Einnig verður farið yfir mikilvægi tengslamyndunar og hegðunarmótandi úrræði.

Hegðun barna, áskoranir og úrræði: Fræðslufyrirlestur

Farið er yfir helstu einkenni og birtingarmyndir hegðunar- og tilfinningavanda barna, hvað liggur oft að baki og hvernig er hægt að mæta þessum barnahópi af öryggi. Áhersla er lögð á tengslamyndun og hegðunarmótandi úrræði.  

Frekari upplýsingar fást með því að senda póst á birna@stydjandiuppeldi.com eða dora@stydjandiuppeldi.com