Styðjandi uppeldi
Félagsfærnispilið
Félagsfærnispilið
Félagsfærnispilið er félagsfærni æfing fyrir börn með það að markmiði að æfa sig í að spyrja aðra spurninga, hlusta á aðra þegar þeir eru að segja frá, efla sjálfsþekkingu og æfa sig í að segja skoðanir sínar fyrir framan aðra. Einnig að börn æfi sig í að þekkja tilfinningar sínar og vera meðvituð um að allir hafi tilfinningar.
Spilið er hugsað þannig að foreldri eða kennari taki virkan þátt og stýri umræðum í jákvæðan farveg. Mikilvægt er þó að hvert barn fái að svara á sinn hátt og foreldri/kennari ber ábyrgð á að skapa virðingaríkt umhverfi þar sem allir fái að vera með ólíkar skoðanir.
Félagsfærni spilastokkurinn inniheldur 5 flokka:
Félagsfærni
Sjálfsþekking
Tilfinningar
Klípusögur
Óvissa
Samtals 270 spjöld í 5 flokkum ásamt snúningshjóli og leiðbeiningum
Umsagnir:
Hulda Jónsdóttir Tölgyes
"Þetta er svo vandað og frábært spil! Við elskum þetta öll fjölskyldan getur haft gaman að því og lært og þroskað allskonar samskipti og tengsl í gegnum það Innilega til hamingju "