Skip to product information
1 of 4

Styðjandi uppeldi

Félagsfærnispilið

Félagsfærnispilið

Regular price 13.990 ISK
Regular price Sale price 13.990 ISK
Sale Sold out
Tax included. Shipping calculated at checkout.

 

Félagsfærnispilið er félagsfærni æfing fyrir börn með það að markmiði að æfa sig í að spyrja aðra spurninga, hlusta á aðra þegar þeir eru að segja frá, efla sjálfsþekkingu og æfa sig í að segja skoðanir sínar fyrir framan aðra. Einnig að börn æfi sig í að þekkja tilfinningar sínar og vera meðvituð um að allir hafi tilfinningar. 

Spilið er hugsað þannig að foreldri eða kennari taki virkan þátt og stýri umræðum í jákvæðan farveg. Mikilvægt er þó að hvert barn fái að svara á sinn hátt og foreldri/kennari ber ábyrgð á að skapa virðingaríkt umhverfi þar sem allir fái að vera með ólíkar skoðanir. 

Félagsfærni spilastokkurinn inniheldur 5 flokka:

Félagsfærni 
Sjálfsþekking 
Tilfinningar
Klípusögur 
Óvissa 

Samtals 270 spjöld í 5 flokkum ásamt snúningshjóli og leiðbeiningum 

Umsagnir:

Hulda Jónsdóttir Tölgyes
"Þetta er svo vandað og frábært spil! Við elskum þetta 🫶🏼 öll fjölskyldan getur haft gaman að því og lært og þroskað allskonar samskipti og tengsl í gegnum það 🩷 Innilega til hamingju ✨🎉☺️"

Drífa Thorstensen

"Geggjað spil.
Tók þetta með nemendum mínum í 7. bekk í dag, 1/2 og 1/2 hópur í innleiðingunni.
Bauð svo upp á spilið í valtíma og þá spiluðu þeir sjálfir og skemmti sér vel.
Nýjustu nemendurnir í hópnum fannst spilið gefa þeim tækifæri á að kynnast krökkunum betur.
Einn nemandinn er frá Palestínu og hann spilaði með.
Við notuðum Google translate.
Ég talaði inn á ensku og nemandinn talaði inn á arabísku.
Gekk aðeins hægar að fara hringinn en svo frábært að allir hafi tækifæri til þátttöku.
Við lærðum heilmargt um þennan nemanda sem við höfðum ekki fattað að spyrja áður.
Geggjað👏👏👏"

 

 


View full details