Ráðgjöf og fyrirlestrar
|
Við bjóðum upp á ráðgjöf til foreldra vegna hegðunar- og tilfinningavanda barna.
Hægt er að fá stakt viðtal sem ætlað er fyrir foreldra til þess að fá ráðleggingar og verkfæri til að takast á við vanda barnsins.
Viðtalið felur í sér kortlagningu á vanda barnsins og einfaldar ráðleggingar ef við á. Í kjölfarið viðtalsins fá foreldrar senda samantekt á niðurstöðum úr viðtalinu og áætlun um íhlutun.
Sé um umfangsmeiri vanda að ræða mælum við með ráðgjöf ásamt inngripi og eftirfylgd.
Ráðgjöf til foreldra - viðtal: 20.000 kr (60 mín)
Innifalið í viðtali er kortlagning á vanda barns, ráðgjöf til foreldra ásamt minniháttar íhlutun og/eða markmiðasetningu með foreldrum
Viðtal fer fram í gegnum fjarskiptabúnað eða á heimili foreldra
Eftirfylgd & stuðningur : 5.000 kr (30 mín)
Eftirfylgd getur farið fram í gegnum fjarskiptabúnað eða með símtali
Þegar um er að ræða þyngri vanda sem krefst ítarlegri vinnslu en nefnd er hér að ofan er samið um það sérstaklega. Gera má ráð fyrir að þess konar vinnsla (kortlagning, ráðgjöf, íhlutun og eftirfylgd) séu að minnsta kosti 5 klukkustundir
Við bjóðum upp á fyrirlestra sem tengjast hegðunar- og tilfinningavanda barna sem hægt er að sníða að þínum vinnustað en einnig eigum við fyrirlestur sem hefur verið vinsæll meðal notenda okkar
Hegðun barna, áskoranir og úrræði: Fræðslufyrirlestur
Farið er yfir helstu einkenni og birtingarmyndir hegðunar- og tilfinningavanda barna, hvað liggur oft að baki og hvernig er hægt að mæta þessum barnahópi af öryggi. Áhersla er lögð á tengslamyndun og hegðunarmótandi úrræði.
Frekari upplýsingar fást með því að senda póst á birna@stydjandiuppeldi.com eða dora@stydjandiuppeldi.com