Ráðgjöf og fyrirlestrar
|
Við bjóðum upp á ráðgjöf til foreldra vegna hegðunar- og tilfinningavanda barna.
Hægt er að fá stakt viðtal (60 mínútur) þar sem veitt er ráðgjöf varðandi vanda barns sem felur í sér kortlagningu á vandanum og viðeigandi ráðleggingar. Í kjölfar viðtals fá foreldrar senda stutta samantekt sem og eftirfylgdarsímtal (30 mínútur).
Viðtal, áætlun, eftirfylgd (90 mín): 25.000 krónur.
Hver auka ráðgjafatími eftir fyrsta viðtal (60 mín): 20.000 krónur.
Vinsamlegast hafið samband til þess að fá frekari upplýsingar
birna@stydjandiuppeldi.com / dora@stydjandiuppeldi.com
Við hjá Styðjandi uppeldi bjóðum upp á ýmsa fyrirlestra sem hægt er að sníða að þörfum hvers og eins.
Dæmi um fyrirlestra sem hafa verið vinsælir:
Hegðun barna, áskoranir og úrræði: Fræðslufyrirlestur
Farið er yfir helstu einkenni og birtingarmyndir hegðunar- og tilfinningavanda barna, hvað liggur oft að baki og hvernig er hægt að mæta þessum barnahópi af öryggi. Áhersla er lögð á tengslamyndun og hegðunarmótandi úrræði.
ADHD og börnin okkar
Fræðslufyrirlestur fyrir foreldra og aðstandendur barna með ADHD.
Farið er yfir helstu einkenni og birtingarmyndir ADHD ásamt því hvernig hægt er að koma til móts við þennan hóp barna í daglegu lífi. Áhersla er lögð á tengslamyndun og hegðunarmótandi úrræði.
Frekari upplýsingar fást með því að senda póst:
birna@stydjandiuppeldi.com eða dora@stydjandiuppeldi.com